Jónatan Þorsteinsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jónatan Þorsteinsson 1852–1894

EITT LJÓÐ
Jónatan var fæddur á Sámsstöðum í Hvítársíðu, sonur Þorsteins Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Ljótunnar Pétursdóttur. Þau hjón fluttu síðan að Hæli í Flókadal. Jónatan var fyrst bóndi á Hálsum í Skorradal (1882–1884) og síðan á Grund í sömu sveit 1884–1885), einnig á Hæli í Flókadal (1885–1886) og Vatnshömrum í Andakíl (1886–1893). Síðast var hann húsmaður á Hæli til dauðadags. Kona hans var Snjáfríður (1862–1951), síðar gift Kristleifi Þorsteinssyni á Stóra Kroppi. Jónatan þótti gott skáld og hefur varðveist talsvert af skáldskap hans í handritum. (Sjá Borgfirzkar æviskrár. Sjötta bindi, bls. 393).

Jónatan Þorsteinsson höfundur

Ljóð
Ryskingabragur ≈ 1900