Rósa Guðmundsdóttir (Skáld-Rósa) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rósa Guðmundsdóttir (Skáld-Rósa) 1795–1855

FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Rósa var fædd á Ásgerðarstöðum í Hörgárdal í Eyjafirði árið 1795. Hún bjó með fyrri manni sínum, Ólafi Ásmundssyni, á ýmsum bæjum í Húnaþingi, meðal annars á Vatnsenda í Vesturhópi. Um tíma var hún í þingum við Natan Ketilsson, þann er myrtur var á Illugastöðum á Vatnsnesi. Rósa og Ólafur slitu samvistir en Rósa giftist síðar Gísla Gíslasyni og bjuggu þau um tíma í Markúsarbúð undir Jökli. Allmargar vísur eru varðveittar eftir Rósu, en þekktust er hún fyrir ástavísur sínar. (Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár IV, bls. 176-177). Rósa var líka kennd við Vatnsenda, nefnd Vatnsenda-Rósa.

Rósa Guðmundsdóttir (Skáld-Rósa) höfundur

Lausavísur
Augun mín og augun þín
Nettar fingur venur við
Væri ég tvítugs aldri á
Þú ert ungur það sér á og því ólaginn