Hallgrímur Halldórsson á Steini á Reykjaströnd
TVÆR LAUSAVÍSUR
Hallgrímur Halldórsson (um
1699 —1769?) var sonur Halldórs Þorbergssonar, lögréttumanns og ritara Seyluannáls, og síðari konu hans, Ingiríðar Ingimundardóttur. Heimilli þeirra hjóna var erfitt og urðu þau að koma sonum sínum tveim, Jóni og Hallgrími, fyrir hjá öðru fólki. Þorbergi komu þau fyrir hjá barnlausum hjónum, Sigurði Þorleifssyni og Helgu Símonardóttur, á Hálsi í Svarfaðardal. Ólst Þorbergur þar upp til fullorðinsára. Árið 1728 er hann orðinn bóndi á Egg í Hegranesi en flutti þaðan fljótlega að Steini á Reykjaströnd. MEIRA ↲
Hallgrímur Halldórsson (um
1699 —1769?) var sonur Halldórs Þorbergssonar, lögréttumanns og ritara Seyluannáls, og síðari konu hans, Ingiríðar Ingimundardóttur. Heimilli þeirra hjóna var erfitt og urðu þau að koma sonum sínum tveim, Jóni og Hallgrími, fyrir hjá öðru fólki. Þorbergi komu þau fyrir hjá barnlausum hjónum, Sigurði Þorleifssyni og Helgu Símonardóttur, á Hálsi í Svarfaðardal. Ólst Þorbergur þar upp til fullorðinsára. Árið 1728 er hann orðinn bóndi á Egg í Hegranesi en flutti þaðan fljótlega að Steini á Reykjaströnd.
Nokkrum árum áður en Hallgrímur flutti að Steini, 9. maí 1723,
hafði orðið mikið sjóslys fyrir framan Ingveldarstaði á Reykjaströnd.
Steytti þar bátur með fimm mönnum á blindskeri rétt innan við svonefndan Ingveldarstaðahólma og fórust þeir allir þrátt fyrir að gott væri í sjó og veður stillt. Hefðu þeir trúlega bjargast ef þeir hefðu kunnað að synda. Tveir þessara manna voru synir Steins Hólabiskups og með þeim presturinn á Fagranesi og tveir menn með honum.
Slysið fékk mjög á Stein biskup og er sagt að hann hafi beðið Hallgrím um að fara að kenna sund þegar hann flutti í Stein, næsta bæ fyrir innan Fagranes. En Hallgrímur var flugsyndur, einn af fáum Íslendingum sem það voru á þeim tíma. Þetta varð til þess að hann fór að kenna mönnum að synda í tjörn á Reykjum á Reykjaströnd sem er þar rétt fyrir ofan sjávarkambinn. Gerði hann það í nokkur ár og hefur líklega verið fyrstur til að hafa regluleg sundnámskeið á Íslandi á seinni öldum.
Hallgrímur orti talsvert og er til dálítið af skáldskap eftir hann í handritum,
þar á meðal Rímur af Ambáles og Rímur af Þorsteini bæjarmagni. Kona Hallgríms hét Guðrún Guðmundsdóttirog áttu þau sex börn. (Sjá: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár II bindi, bls. 282 og Jón Á. Jónasson á Selnesi: Skagfirðingabók 4, bls. 131–141). ↑ MINNA