| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15


Tildrög

Að sögn Sigurjóns Sigtryggssonar "e;Einhverju sinni á einhleypingsárum mínum á Siglufirði hitti ég kunningja minn Harald frá Jaðri. Spurði hann mig m.a. hvar ég borðaði. Ég nefndi matsöluna sem hét Gullfoss en lét getið um leið að hún væri oftar nefnd Sultarfoss. Þá kvað Haraldur þessa vísu."e;

Skýringar

Örlaganna undir kross,
æ með tóman maga.
Sigurjón á Sultarfoss
sveltur alla daga.