| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Tóti launar fundna féð

Bls.69
Flokkur:Kersknisvísur


Tildrög

Í eftirleitum árið 1970 fundu gangnamenn m.a. tvo „eftirleguundanvillingspíska“, sem þurfti að reiða til byggða. Var annað í eigu Þórarins á Bakka en hitt átti Helga. Reiddi Halldór á Jarðbrú annað en Hjörtur hitt.  Var margt talað um væntanleg laun fyrir vikið og um það kvað Hjörtur vísuna:
Tóti launar fundna féð
með flösku og sælgæti.
En Helga á Bakka borgar með
blíðu og eftirlæti.