| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Um hugarfarið enginn skildi efa

Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Bændur í Svarfaðardal lögðu andvirði kýrhúða inn á reikning Vallarkirkju.
Um hugarfarið enginn skildi efa
allir hljóta vist í himnasalnum.
Kýrhúðirnar kirkju sinni gefa
kærleiksríkir bændurnir í dalnum.

Sínum Guði þjónar sérhver maður
svarfdælskir bændur gera flestum betur.
Dæmalaust held ég drottinn yrði glaður
ef dræpust margar kýr hjá þeim í vetur.