Haust | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Haust

Fyrsta ljóðlína:Undurljúfir tónar
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
Undurljúfir tónar
til mín berast inn
þýtur í laufi
og golan strýkur kinn.
Ég heyri haustið anda
brátt vetur fer í hönd
og lönd og álfur leggur
í frosin klakabönd.

Þá seinna bönd þau bresta
er vorið fer um lönd
en langt er enn í ljósið
og lífsins sólarrönd.
Er senn í sortann horfin,
hún sefur bak við brún,
en innra með mér heyri ég
ljósið kalla Rún.