Fögnuður | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Fögnuður

Fyrsta ljóðlína:Enn ertu sama sólin
bls.16-17
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1914-1920
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Úr syrpunni „ GAMLAR OG NÝJAR GLÆÐUR “ 1914 -1920 ....
I.
Enn ertu sama sólin
og sú er lýsti mér
yfir þá auðn og dimmu,
sem enginn hjálparlaust fer.

Enn ertu sama sólin -
sumarfögur og hlý,
yngd af heilagri elsku
og alltaf morgunný.

II.
Nú líð eg inn í ljómann,
sem leggur frá hjarta þér.
Eg finn, eg verð góður og glaður
við glóðina, sem þar er.

Eg finn, að við ung verðum aftur
eins og þegar við fyrst
teyguðum æskunnar öru
ástarbikarinn fyrst.

Ég veit, að við gleðjumst og gleymum
gráti og horfinni sorg,
en dönsum við óbrunna elda
í elskunnar glæstu borg.