Hún söng mér sólskinsljóðin | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Hún söng mér sólskinsljóðin

Fyrsta ljóðlína:Hún söng mér sólskinsljóðin
bls.6
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1914- 1920

Skýringar

Úr syrpunni „ Gamlar og nýjar glæður “ 1914-1920......
Hún söng mér sólskinsljóðin
um svarta og kalda nótt.
Í dimma harmahúmið
hafði ´ún mig alein sótt.
Hún fyllti líf mitt af ljósi,
hún lyfti mér duftinu frá.
- Kærleikans himnanna himin
í hjarta hennar eg sá.

Hún leit á mig - eg varð sem engill
í elskunnar Paradís.
Hún snerti mig - mér fannst eg minnast
við morguns og sólar dís.
Hún talaði - sál mín varð söngur,
er sveif út í hvelin blá.
Hún gaf mér sig - guð varð eg ungur,
er geislar stöfuðu frá.