Tækifærisvísur | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Tækifærisvísur

Fyrsta ljóðlína:Það býr hérna í sveitinni besta fólk
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1970
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Á fundi Lions 29. jan. 1970 svarar Halldór kviðlingum Hjartar Þórarinssonar frá síðasta fundi.
Taldi það vera í tísku nú til dags að gera uppsteit og fannst eflaust vegið að sér, eins og segir í einni vísu Hjartar:
Það var hérna áður fyrr heilmikill her
af hálfgerðum leiðindakónum.
Þeir búa ekki lengur í hreppnum hér
þeir halda sig niður hjá sjónum.
Það býr hérna í sveitinni besta fólk
sem baslar við kýr og framleiðir mjólk
og tölvert af kindaketi.
Og hreppstjórinn kann vel sitt kýrhausa fag
kviðristir rollur á aðfangadag.
Hvað ætli annars hann eti.

Víst hafa margir í fjölmennið flutt
og flestir í sveitinni verið of stutt.
Hún bíður þess aldrei bætur.
Og hvað yrði um bændur og búalið
ef borðaði enginn þeirra svið,
saltkjöt, né sauðafætur.