Austurlandsferð 1971 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Austurlandsferð 1971

Fyrsta ljóðlína:Á austurland fara við ætluðum brátt
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1971
Flokkur:Sagnakvæði
Á Austurland fara við ætluðum brátt
og öll þar að lifa í friði og sátt.
Á farkostum undrin við fengum að sjá
er fóru að stíga þeim reykbólstrar frá.

Þá komu hvellir á kyrrlátri stund
kvöldskuggar liðu þá létt yfir grund.
Gott ráð við öllu því geymum við það
gjarnan í korter að fara af stað

Að laugum var komið og lundin var glöð
við reyndum að vera þar dálítið hröð.
Eggjum var útbítt, því orku var þörf
þar átti að vinna svo margvísleg störf.

Á Laugum svo sváfum við sætt bæði og rótt
er sól skein á skugga við vöknuðum fljótt.
Í fötin var farið í flýti út á hlað
það fýsti nú alla að komast af stað.

Við Mývatn var soðið, sú soðning var góð
við sátum og borðuðum kyrrlát og hljóð.
Horngrýtis mýið þá happaðist að
við héldum því bara óðar af stað.

Á Möðrudalsfjallgarðinn förum við senn
þeir fara á undan þeir Kópavogsmenn.
Áfram við ökum í austurátt greitt
af alhug við vonum að þar verði heitt.

Í búðirnar förum og biðjum um mjólk
brennivín, hangikjöt, fiskmeti og tólg.
Í magan við troðum svo missum ei gramm
svo munum við halda eitt alsherjar djamm.

Í lundinum dvöldum við dagana þrjá
dýrðlega margt var að skoða og sjá.
Sól var í huga og sól skein í lund
saman þar áttum við indæla stund.

Við grundinni þökkum sem gisingu bjó
gott var að hvíla í laufguðum skó.
Sofna við fjarlægan fuglanna klið
finna hinn hugljúfa vatnanna nið.

Fríinu er lokið svo förum við heim
frjálst er að búa að stundunum þeim.
Minningin lifir ef mæt er og hlý
máski við hittumst að sumri á ný.