Veðrabálkur | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Veðrabálkur

Fyrsta ljóðlína:Heyrðu góði himnafaðir
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

1.vísa, Haraldur á Jaðri mæddist yfir vetrarveðrinu á útmánuðum og bað skaparann um linun á því.
2.vísa. Halli sá að Drottinn hlýddi ekki strax og kvartaði við hann.
1.
Vísa.
Heyrðu góði himnafaðir,
hlustaðu á er nú ég tjái:
Láttu stríðum linna hríðum,
lægðu vind og það í skyndi!
Sólarfar og sunnanmara,
sendu skjótt svo hrökkvi á flótta
frost og snær og freraglærur,
fljótur að störfum nú er þörfin.
2.Vísa.
Ekki gegnir Guð en nægar
gjólur tíðar og eykur hríðar,
bætir við snjó sem öllum óar,
æsir frost og þrengir kosti.
Nú fer að bændum nauð og vandi,
naumur orðinn heyjaforðinn.
Máttarvöld það meta skyldu,
mildi sýna og láta hlýna!