Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBcc | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBcc

Kennistrengur: 8l:[o]-x[x] :4,3,4,3,4,3,4,4:aBaBaBcc
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er átta línur og eru fyrsta, þriðja, fimmta, sjöunda og áttunda lína fjórkvæðar og stýfðar en hinar þríkvæðar og óstýfðar. Þær óstýfðu ríma saman en af þeim stýfðu ríma annars vegar saman fyrsta, þriðja og fimmta lína og hins vegar sjöunda og áttunda. - Undir þessum hætti er helgikvæðið Heilags anda höllin glæst. Í því eru tvær síðustu línurnar viðlag sem alltaf er endurtekið í hverri vísu. Bragdæmið mun vera úr kaþólskri tíð.

Dæmi

Heilags anda höllin glæst,
hróðurinn vil eg þér færa,
þú ert gimsteinn og Guði næst
göfugust himna kæra;
í brjósti þínu beint er læst
bæði heiður og æra.
Lát þú mig þinnar líknar fá,
lifandi drottning Máríá.
Höfundur ókunnur

Ljóð undir hættinum