Gagaraljóð – gagaravilla | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – gagaravilla

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1D,3D;2D,4D
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – gagaravilla (óbreytt) er eins og gagaraljóð óbreytt nema hvað í þessum hætti gerir endarím frumlína hálfrím (sniðrím) við endarím síðlína.
Hátturinn kemur fyrst fyrir í Pontusrímum Magnúsar prúða (1531 eða 1532–1591).

Dæmi

Værrar hvíldar nú í nótt
njóti fólkið vinnuþreytt.
Svefninn gefur þrek og þrótt
þeim sem hafa kröftum eytt.
Sveinbjörn Beinteinsson, Háttatal, bls. 32 – 175. vísa

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum