Gagaraljóð – Kolbeinslag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – Kolbeinslag

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1B,1D,3B,3D;2B,2D,4B,4D
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – Kolbeinslag (óbreytt) er eins og gagaraljóð – óbreytt auk þess sem önnur kveða hverrar línu gerir aðalhendingu við seinustu kveðu (endarímslið) hennar. Liðrnir eru oftast hreinir tvíliðir.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600- - um 1683) orti þriðju rímu Sveins Múkssonar undir þessum hætti. Þær rímur eru líklega ortar um miðja 17. öld og er Kolbeinn að öllum líkindum höfundur háttarins. Sjálfur nefnir Kolbeinn þennan hátt Kolbeinslag í lokavísu átjándu rímu í Grettisrímum en þær rímur kvað hann nokkru seinna en Sveins rímur Múkssonar.

Dæmi

Þar stóð höll á víðum völl,
var sú há og breið að sjá,
þakin öll með Þjassa sköll,
þorpin smá þar kringum stá.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600–um 1683), Sveins rímur Múkssonar III:61

Lausavísur undir hættinum