Ferskeytt – sléttubönd með afdrætti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – sléttubönd með afdrætti

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:ABAB
Innrím: 1AA,3AA;1BB,3BB;1CC,3CC;2AA,4AA;2BB,4BB
Bragmynd:
Lýsing: Braglínu- og kveðuskipan háttarins er eins og í ferskeytlu óbreyttri. Stuðlar verða að standa í tveim síðustu kveðum frumlína (síðstuðlun) eins og alltaf í sléttuböndum. Þá er fyrripartur vísunnar þannig gerður að sé numinn (dreginn) fyrsti stafur framan af hverju orði myndast seinniparturinn sjálfkrafa og verður þá fullrím á milli samsvarandi kveða fyrriparts og seinniparts. 

Dæmi

Þrætur gnauða margar, menn
mæði kvíða plágu.
Rætur nauða argar, enn
æði víða lágu.
Sveinn Hannesson frá Elivogum

Lausavísur undir hættinum