Úrkast – frumstýft – frumframhent (mishent) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úrkast – frumstýft – frumframhent (mishent)

Lýsing: Úrkast – frumstýft – frumframhent (mishent) er eins og úrkast – frumstýft – óbreytt, auk þess sem fyrsta og önnur kveða frumlína gera aðalhendingar langsetis.
Tvær síðustu vísur tólftu rímu Pontusrímna eftir Magnús Jónsson prúða (1525-1591) eru undir þessum hætti og Kolbein Grímsson Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) kvað fimmtándu rímu af Sveins rímum Múkssonar undir honum.

Dæmi

Óstýfð gerð:
Gamansamar gerðar skyldu
glettnibögur
blíð ef hlýða vísum vildu
vífin fögur.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 112, bls. 21
Frumstýfð gerð:
Óð hinn móði strax af stað
með styrjöld rífa,
rekkum þekkum æddi að
og ei vill hlífa.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld: Sveins rímur Múkssonar: XV:23

Lausavísur undir hættinum