Þrjár línur (tvíliður) ferkvætt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þrjár línur (tvíliður) ferkvætt

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:4,4,4:aOa
Innrím: 2B,2D
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er gjarna sýndur sem fjögurra lína (dauðans spor / á verum vorum) en það á illa við því að þá virðist verða brestur á bæði hrynjandi og rími þegar aðeins er rímað á stofni (eins og hátturinn gerir ráð fyrir). Séu línurnar teknar saman verður hátturinn alveg reglulegur.

Dæmi

Afmáluð sýnir fölnuð fold
dauðans spor á verum vorum,
eins því viðnar hey og hold.
Jón Þorláksson: Sumarvísur, 7. erindi

Ljóð undir hættinum