Ferskeytt – skáhent – frumhent | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – skáhent – frumhent

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:oBoB
Innrím: 1B,1D;3B,3D
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – skáhent – frumhent er eins og ferskeytt – skáhent að því viðbættu að sniðrím bindur saman frumlínur innbyrðis.
Sveinbjörn Beinteinsson kallar háttinn eingöngu skáhent í Háttatali sínu en hér er það heiti eitt og sér notað um annan hátt, sjá skýringar við Ferskeytt – skáhent eða skáhenda.

Dæmi

Skorti fæst á fagurglæst
furðu dýrlegt svæði.
Grösin best og búsæld flest
bjuggu dalnum gæði.
22. vísa Háttatals Sveinbjarnar. Greining þar: Ferskeytt. Skáhent.

Lausavísur undir hættinum