Hneppt, aukrímað 1+2, nútímamál | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hneppt, aukrímað 1+2, nútímamál

Lýsing: Einliðir og tvíliðir skiptast á. Þríliðatúlkun kemur ekki til greina, bæði vegna hrynjandinnar og eins geta bæði einliðrnir og tvíliðirnir borið stuðla. Skothendingar eru í frumlínum og aðalhendingar í síðlínum, líkt og almennast er í dróttkvæðum, en hér er dýrleikinn aukinn með því að hafa tvö rímpör í hverri línu.
Hátturinn minnir á hneppta hætti í Snorra-Eddu, þó er þar enginn eins og þessi. Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti undir þessum hætti til Hákonar, bróður síns, sjötugs.

Dæmi

Lundsterkur, land yrkir
ljóð kveður, fljóð gleður,
hagorður veg varðar,
vit temur, rit semur.
Sífrægan, sjötugan
sjá dísir, þá prísa
léttglaðan, lítt trauðan,
ljá vonir Hákoni.

Ljóð undir hættinum