Samhent – áttstiklað (áttþættingur, áttmælt, áttmælingur, eldhnakkur) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samhent – áttstiklað (áttþættingur, áttmælt, áttmælingur, eldhnakkur)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aaaa
Innrím: 1B,1D,2B,2D,3B,3D,4B,4D
Bragmynd:
Lýsing: Samhent – áttstiklað (áttþættingur, áttmælt, áttmælingur, eldhnakkur) er eins og samhent hringhent en auk þess gera innrímskveður aðalhendingar við fjórðu kveður línanna (endarímsliðina).
Seinasta vísa í annarri rímu Pontusrímna Magnúsar prúða (1531 eða 1532 – 1591) er undir þessum hætti. Ríman er annars undir óbreyttum samhendum hætti. Fimmtánda ríma af Flóres og Leó er einnig undir áttþættingi en það var seinasta ríma Bjarna Jónssonar skálda (d. um 1660) í þeim rímum.

Dæmi

Svika nót er satans ljót,
svört og skjót sú hindran fljót,
skelfir snót og branda brjót,
böls með rót á heljar mót.
Bjarni Jónsson skáldi: Rímur af Flóres og Leó XV:12

Ljóð undir hættinum