Langhent – framhent og bakhent í öllum braglínum – aldýrt- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Langhent – framhent og bakhent í öllum braglínum – aldýrt-

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:AbAb
Innrím: 1A,1B,3A,3B;1C,1DD,3C,3DD;2A,2B,4A,4B;2C,4C
Bragmynd:
Lýsing: Langhent – framhent og bakhent í öllum braglínum – aldýrt er eins og langhent óbreytt nema hvað fyrsta og önnur kveða frumlína og síðlína gera aðalhendingar saman og þriðja og fjórða kveða saman. Þá gerir hver kveða í fyrripartinum aðalhendingu við samsvarandi kveðu í seinnipartinum. Auk þess er sniðrím á milli fyrri og síðari hluta síðlínanna.
Undir þessum hætti orti Guðmundur Bergþórsson (1657–1705) lokavísu tuttugustu rímu af Olgeiri danska.

Dæmi

Læsi eg ræsi ljóða sjóða
lendi og endi mundar pund,
hæsin æsir hljóðið móða,
hendi kvendi Þundar fund.
Olgeirs rímur danska XX:80