Gagaraljóð – gagaravilla – síðframlykluð- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – gagaravilla – síðframlykluð-

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1D,2D,3D,4D;2AA,4AA
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – gagaravilla – síðframlykluð er eins og gagaravilla óbreytt auk þess sem fyrstu kveður síðlína gera a.m.k. aðalhendingar sín á milli.
Guðmundur Bergþórsson (1657–1705) orti 16. vísu í tíundu rímu af Olgeiri danska undir þessum hætti. Sú ríma er annars undir gagaravillu óbreyttri.

Dæmi

Lýðum þykir daufleg dvöl
draga ef lengur mansöng vil.
Kjalars dofnað krúsar öl
klaga tekur rímuskil.
Olgeirs rímur danska X:16