Ferskeytt – fléttubönd minni (víxlhent – frumtályklað) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – fléttubönd minni (víxlhent – frumtályklað)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1BB,2BB,3BB;1CC,3CC;2BB,4BB
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt - fléttubönd minni (víxlhent - frumtályklað) er eins og ferskeytt víxlhent auk þess sem aðalhendingar eru milli þriðju kveðu frumlína þversetis. Sumir, til dæmis Helgi Sigurðsson, vildu ekki kalla fléttubönd nema stuðlar stæðu í fyrstu og þriðju kveðu (hástuðlun). - Fléttubönd minni koma þegar fyrir í Rollantsrímum Þórðar Magnússonar á Strjúgi (16. öld) en hann orti fimmtándu rímu þeirra undir hættinum. Þá kvað Árni Böðvarsson (1713-1776) tíundu (síðustu) rímu Brávallarímna undir fléttuböndum minni og nefnir háttinn þar í 8. vísu fléttubönd.

Dæmi

Ritast ljóðin réttu hönd,
reikna ei vinir galla,
fær nú þjóðin fléttubönd,
frumhent hinir kalla.
Árni Böðvarsson: Brávallarímur X:8