Ferskeytt – frumframsneitt (missneitt) og frumtásneitt (tályklasneitt) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – frumframsneitt (missneitt) og frumtásneitt (tályklasneitt)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1A,1B;1C,1D;2A,2B;3C,3D;3A,3B;4A,4B
Bragmynd:
Lýsing: Í þessum hætti gera fyrsta og önnur kveða hverrar línu sniðhendingar (hálfrím) langsetis og þriðja og fjórða kveða frumlína gera sniðhendingar langsetis og þriðja kveða einnig þversetis.
Undir þessum hætti kvað Þórður Magnússon á Strjúgi (á 16. öld) fjórtándu rímu í Rollantsrímum sínum.
Sveinbjörn Beinteinsson kallar háttinn Ferskeytt: alsneitt í Háttatali sínu, (vísa nr. 19).

Dæmi

Valla snilli væn er mín
víst af Frosta ferjum;
seggir brugga Sónar vín
sitt með hætti hverjum.
Þórður Magnússon á Strjúgi: Rollantsrímur af Rúnsívalsþætti XIV:1

Lausavísur undir hættinum