Átta línur (tvíliður) fimm- og þríkvætt aBaBcDcD | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) fimm- og þríkvætt aBaBcDcD

Kennistrengur: 8l:o-x:5,3,5,3,5,3,5,3:aBaBcDcD
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er einungis til við eitt ljóð, Við Laugaveginn eftir Tómas Guðmundsson. Hann er alveg reglulegur; með forlið í hverri línu og tvíliðir einráðir.

Dæmi

Oft verður mér af vana gengið hér
sem von á því ég eigi,
að gömul kvæði hlaupi móti mér
á miðjum Laugavegi.
Með vini mínum eitt sinn átti ég þar
í æsku minni heima,
og marga glaða minning þaðan bar,
sem mér er ljúft að geyma.
Tómas Guðmundsson: Við Laugaveginn, 1. erindi