Fimm línur (tvíliður) þríkvætt AbAAb | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimm línur (tvíliður) þríkvætt AbAAb

Kennistrengur: 5l:-x:3,3,3,3,3:AbAAb
Bragmynd:
Lýsing: Matthías Jochumsson Kynnti þennan hátt á íslensku með þýðingu sinni á ljóði Heibergs Natten er saa stille. Hátturinn er alveg reglulegur; án forliða og tvíliðir eru einráðir.

Dæmi

Blessuð næturblíða;
blikar jörð og sær,
tindrar fjólan fríða,
fagur máni víða
gliti á gjálfur slær.
Matthías Jochumsson (Heiberg): Blessuð næturblíða

Ljóð undir hættinum