Stúfhent eða stúfhenda (stutthala) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stúfhent eða stúfhenda (stutthala)

Kennistrengur: 2l:[o]-x[x]:6,4:aa
Bragmynd:
Lýsing: Stúfhent eða stúfhenda (stutthala) er tvíhendur háttur. Fyrri línan er sex kveður og er braghvíld á eftir fjórðu kveðu eða í henni. Seinni línan er fjórar kveður. Báðar línur eru stýfðar og ríma saman. Stýfingin ein greinir stúfhendu frá afhendingu enda er hún greinilega dregin af þeim hætti. Hún er skemmsti bragarháttur rímna, að öllu jöfnu aðeins átján atkvæði. Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum. - Stúfhenda kom hér áður annað slagið fyrir í rímum með afhendur hætti en ekki voru heilar rímur ortar undir henni fyrr en á 17. öld.

Dæmi

Mun ég yrkja, meyjan góða, meir til þín
fyrr en sól á fjöllin skín.
431. vísa Háttatals Sveinbjarnar Beinteinssonar, bls. 75

Lausavísur undir hættinum