Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccB - hér | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccB - hér

Kennistrengur: 7l:[o]-x[x]:4,3,4,3,4,4,3:aBaBccB
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er sjö línur og eru fyrsta, þriðja, fimmta og sjötta lína allar ferkvæðar og stýfðar en hinar þríkvæðar og óstýfðar. Af stýfðu línunum ríma annars vegar saman innbyrðis fyrsta og þriðja lína og hins vegar fimmta og sjötta lína en óstýfðu línurnar ríma allar saman. - Undir þessum hætti er helgikvæðið, Jesús móðirin jungfrú skær, líklega úr katólskri tíð.

Dæmi

Fyrir þá gleði er fékkstu þá
þú fæddir græðarann sanna
þú drag mig afli djöflum frá,
dýrstur gimsteinn svanna;
þú varst ein af drottni dæmd
drósa makligust, heiðri sæmd,
þér skrýddist skapari manna.
Jesús móðirin jungfrú skær, 6. erindi.