| Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Illan hef ég aðbúnað

Bls.99


Tildrög

Vísu þessa mun Sigurður hafa kveðið eftir að hann var kominn til Helga sonar síns og bústýru hans, Jóhönnu Guðmundsdóttur, annað hvort á Jörfa eða Setbergi.
Illan hef ég aðbúnað,
oft er lítil vörnin.
Höggstað, for og hrákastað
hafa mig sonarbörnin.