| Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA7

Lyngs um bing á grænni grund

Bls.62


Tildrög

Sigurður Eiríksson frá Kalmanstungu orti þessa vísu eitt sinn í smalamennsku, en Strútur heitir fjall eitt skammt frá bænum.

Skýringar

Björn Jónsson frá Litlu Drageyri Skorradal er með þessa sömu vísu í vísnasafni sínu. Þar er hún svona:
 
Lyngs við bing á grænni grund
glingra og syng við stútinn.
Þvinga ég slyngan hófahund
hring í kringum Strútinn.
Lyngs um bing á grænni grund
glingra og syng við stútinn.
Þvinga ég slyngan hófahund
hringinn kringum Strútinn.