Kveðjuljóð | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Kveðjuljóð

Fyrsta ljóðlína:Með klökkri þökk ég kveð þig hinsta sinn
Viðm.ártal:≈ 1940
Tímasetning:1940

Skýringar

Kveðjuljóð Guðmundar Sigurðssonar skálds og revíuhöfundar til fósturföður síns, Magnúsar Sigurðssonar Borgarnesi f. 1867, d. 1940. 
Með klökkri þökk ég kveð þig hinsta sinn.
Með kærleik þínum lýstirðu æsku mína.
Við þína gröf nú gleggst ég til þess finn
að gat ég aldrei launað ástúð þína.

Þú hefur öllu góðu lið þitt lagt
í landi þínu heilt og vinnuglaður.
Og allt sem best er um þig verður sagt
í einni setning, þú varst góður maður.

Þú lærðir það í lífsins gleði og þraut
á langri ævi hljóðir sigrar vinnast
og hvarfst í sátt við allt og alla á braut
að ævilokum, þess er gott að minnast.

Þú skyldir best hve móðir jörð er mild
þó milli lífs og dauða skammt sé bilið.
Og þér hún megi veita væra hvíld.
Hún vissi best þú áttir hana skilið.