Bergþór Jónsson Fljótstungu | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Bergþór Jónsson Fljótstungu 1887–1955

EITT LJÓÐ
Bergþór var sonur hjónanna Jóns Pálssonar og Guðrúnar Pétursdóttur Fljótstungu Hvítársíðu. Systkini Bergþórs voru: Vigdís, Halldóra, Pétur, Guðrún og Páll. Bergþór nam tvo vetur í Hvítárbakkaskóla. Hann var kennari í Hvítársíðu 1912-1918. Bóndi í Fljótstungu frá 1919 til ársins 1955 er hann drukknaði ásamt tengdasyni sínum í Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði. Kona Bergþórs var Kristín Pálsdóttir frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu og áttu þau 7 börn: Guðrúnu, Þorbjörgu, Pál, Jón,  Sigrúnu, Gyðu og Ingibjörgu.  Voru þau bæði hjónin skáldmælt segir í Borgfirskum æviskrám, 1. bindi bls. 286-7. 

Bergþór Jónsson Fljótstungu höfundur

Ljóð
Bróðurkveðja ≈ 1917