Eyjólfur Jóhannesson | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Eyjólfur Jóhannesson 1824–1911

EITT LJÓÐ — FJÓRAR LAUSAVÍSUR
Eyjólfur var fæddur á Kolsstöðum í Borgarfirði, sonur Jóhannesar Lund Jónssonar, vinnumanns á Gilsbakka, og Þorbjargar Þorsteinsdóttur, þá heimasætu á Kolsstöðum. Eyjólfur ólst upp hjá móður sinni og stjúpa, Samsoni Jónssyni, á Rauðsgili í Hálsasveit. Árið 1848 kvæntist hann Helgu Guðmundsdóttur frá Sámsstöðum í Hvítársíðu og bjuggu þau á Rauðsgili 1848–1851. Síðan bjuggu þau í Bæ í Bæjarsveit 1881–1860, Sveinatungu í Norðurárdal 1860–1869, Síðumúla í Hvítársíðu 1869–1872 og í Hvammi í Hvítársíðu 1872–1908. Eyjólfur var gamansamur og fyndinn og kastaði gjarnan fram vísu þegar eitthvað broslegt bar til. Þá orti hann einnig ljóðabréf, bæjavísur og hestavísur. (Sjá Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar III, bls. 61–74, og Borgfirzkar æviskrár II, bls. 284–286)

Eyjólfur Jóhannesson höfundur

Ljóð
Hestavísur: Um Bjarnastaðarauð
Lausavísur
Hreina og bjarta á helgum stól
Kristrún heitir kona flá
Við það hlýnar hugur minn
Þegar Marta í fötin fer