| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Æði var hann andstuttur

Viðm.ártal:≈ 1900–1930


Tildrög

Séra Ólafur Sæmundsson prestur í Hraungerði var að messa, sá póstinn koma og rauk í gegnum blessunina, enda var hann bréfhirðingarmaður:
Æði var hann andstuttur
er hann fór að tóna:
Það var eins og þurrvindur
þyti úr honum Skjóna.