| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Sé ég eftir sauðunum


Tildrög

Sauðasalan til Bretlands seint á 19.öld
Sé ég eftir sauðunum
sem að koma af fjöllunum
og étnir eru í útlöndum.

Áður fyrr á árunum,
ég fékk bita af sauðunum,
hress var þá í huganum.

Er nú komið annað snið
er mig næstum hryllir við
að lepja í sig léttmetið.

Skinnklæðin er ekkert í,
ull og tólg er fyrir bí,
sauða- veldur salan því.