| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Glappaskotin gert ég hef

Heimild:Fésbók
Viðm.ártal:≈ 1970–1980


Tildrög

Dauður refur var sendur að Keldum til að skera úr um hvort um væri að ræða erlendan aðskotaref eða íslenskan melrakka. 
Hræbrennsluofn var á Keldum til þess að eyða sýktum hræum, sem lokið var við að sjúkdómsgreina. 
Fyrir mistök lenti rebbinn í ofninum áður en greining hafði farið fram.
Sendandinn, Jóhann á Víkingavatni, fékk þessa vísu sem afsökunarbeiðni og eftirmál urðu engin.
Glappaskotin gert ég hef,
geymast þau í minni.
Langar nætur lítið sef
leiður músum brynni.
Bændur trega bláan ref
sem brann á Keldum inni.