| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Til hamingju með Helga Bergs

Tímasetning:1963


Tildrög

Sigfús heilsaði Ágústi á Brúnastöðum með þessari vísu eftir kosningarnar 1963 þegar Framsóknarflokkurinn náði inn þriðja manninum, sem var Helgi Bergs. Mótherjinn var Ingólfur ráðherra á Hellu.
Til hamingju með Helga Bergs.
Hann mun engan svíkja.
Brýtur Ingólfs bein til mergs
og brákar hina líka.