| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Skotið arma upp til fjalla

Heimild:DV dagblað


Um heimild

Helgarblað, 236.tbl. 15.okt.1983.


Tildrög

Vegna mæðiveiki sem herjaði á sauðfé fyrir og um miðja 20.öld var ákveðinn niðurskurður og fjárskipti í allmörgum héruðum landsins. við niðurskurðinn var lögð áhersla á að engin kind yrði eftir. Ein ær, Surtla frá Herdísarvík í Selvogi, komst ítrekað undan í smölun og náðist ekki. Var fé heitið til höfuðs henni og varð hún allfræg og af mörgum dáð af því. Að lokum var hún skotin á færi.
Skotið arma upp til fjalla
eykur harmana.
Surtla jarmar á þá alla
ólánsgarmana.