| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Stóð af steindu smíði

Heimild:Fésbók


Um heimild

Heimildin er færsla á hópsíðunni ,,Þjóðlegur fróðleikur" á fésbók, dagsett 11.september 2020.


Tildrög

Í Landnámu segir að Ingólfur Arnarson hafi haft vetursetu undir Ingólfsfjalli á leið sinni vestur eftir og í amk. einni gerð hennar er bætt við, að sumir segi að hann sé þar grafinn. Snemma virðist hafa komið til sú trú eða álit að hann væri heygður í Inghól og að hóllinn væri mannaverk. Skrásettar sagnir eru af því að Brynjólfur biskup Sveinsson hafi sent menn til að mæla hauginn fyrir miðja 17.öld og Stefán Ólafsson skáld kvað vísu að því tilefni:
Stóð af steindu smíði
staður fornmanns hlaðinn
hlóðu af herrans boði
heiðiteikn yfir leiði;
haugur var hár og fagur
hrundin saman á grundu,
en draugur simmur og magur
drundi björgum undir.”