| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Þar sem akrarnir engi prýddu


Um heimild

Morgunblaðið 19.júní 1923


Tildrög

Matthías Jochumsson var prestur í Odda, árin 1880-1886. Meðal sóknarbarna hans voru Þykkbæingar. Þá var Þykkvibær oft umflotin vötnum, því Markarfljót rann í Þverá og út í Hólsá. Upp úr Hólsá rann iðulega yfir lága bakka út á Safamýri, niður um Þykkvabæ og út í Þjórsá.
 Um aldir hafði þjóðin óbeit á hrossakjötsáti. Lítið var um salt og hrossakjöt þránunargjarnt og neytendur þess lyktuðu oft af því. Þykkbæingar munu hafa neytt hrossakjöts í meira mæli en almennt gerðist.
Þykkbæingum mun hafa sárnað þessi kveðskapur Matthíasar.
Þar sem akrarnir engi prýddu
velta nú vötn og valda auðnum.
Þar sem kynstórir kappar léku
sofa nú hrossætur á hundaþúfum.


Athugagreinar