Römm er sú taug | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (112)

Römm er sú taug

Fyrsta ljóðlína:Mér er sem ég sjái í anda
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1939

Skýringar

Um tilvonandi heimkomu frá fornleifafræðinámi í Kaupmannahöfn.
Mér er sem ég sjái í anda
sigla far á milli landa,
mínir vildarvinir standa
vörinni í og bíða mín,
sólin hátt í heiði skín.
Sá er ekki í villu og vanda
sem veginn ratar heim til sín.

Síðan held ég heim í dalinn
heiða, bjarta fjallasalinn.
Þar sem oss var vagga valin,
vinur kær á feðraleið,
undur lífsins mikla meið.
Þar við fengum föng í malinn
fyrir lífsins þjálfaskeið.