Kristján Jónsson Fjallaskáld | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Kristján Jónsson Fjallaskáld 1842–1869

FIMM LAUSAVÍSUR
Kristján var fæddur í Krossdal í Kelduhverfi og ólst upp í Kelduhverfi og Öxarfirði. Hann var vinnumaður á Hólsfjöllum 1859–1863 og af vist sinni þar mun hann hafa fengið nafnið Fjallaskáld. Kristján fór í Latínuskólann í Reykjavík haustið 1864 en sagði sig úr honum í þriðja bekk, vorið 1868. Hann var síðan barnakennari á Vopnafirði síðasta veturinn sem hann lifði. Kristján var ölkær og hneigðist til þunglyndis. Gætir mikils bölmóðs í mörgum ljóða hans og sumra lausavísna.

Kristján Jónsson Fjallaskáld höfundur

Lausavísur
Á mig leistu lafði kær
Er þú kæra kysstir mig
Mig hafa jafnan skilið sköp
Sigurður mun fyrst verða frægur
Þegar byrgði hauður hrím