Jónas Hallgrímsson | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Jónas Hallgrímsson 1807–1845

EIN LAUSAVÍSA
Jónas fæddist á Hrauni í Öxnadal og ólst upp á Steinsstöðum hinum megin í dalnum. Faðir hans drukknaði í Hraunsvatni þegar Jónas var á níunda ári. Jónas nam í Bessastaðaskóla. Árið 1832 sigldi hann til Kaupmannahafnar og byrjaði að læra lög við Hafnarháskóla en sneri sér brátt að námi í náttúrufræði. Á árunum 1839– 1842 dvaldi Jónas á Íslandi við rannsóknir á náttúrufari og landsháttum. Seinustu þrjú æviár sín dvaldist hann í Danmörku og hugðist semja Íslandslýsingu byggða á rannsóknum sínum úr Íslandsferðinni en hann dó frá því verki óloknu. – Jónas stofnaði tímaritið Fjölni 1835 ásamt þeim Konráði Gíslasyni, Brynjólfi Péturssyni og Tómasi Sæmundssyni 

Jónas Hallgrímsson höfundur

Lausavísa
Feikna þvaður fram hann bar