Þorleifur Repp | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Þorleifur Repp 1794–1857

EITT LJÓÐ
Þorleifur Guðmundsson Repp var fæddur í Reykjadal í Hrunamannahreppi, sonur Guðmundar Böðvarssonar prests þar og á Kálfatjörn.
 Þorleifur tók sér ættarnafnið Repp, dregið af Hreppum eða Ytri-Hrepp eins og fæðingarsveit hans var oftast kölluð þá. 
Þorleifur var námsmaður ekki einhamur, talaði og ritaði flestar höfuðtungur Evrópu viðstöðulaust, auk þess sem hann kynnti sér austurlensk mál, m.a. arabísku og persnesku. Hann fékkst við málvísindi, kennslu og þýðingar í Edinborg og Kaupmannahöfn. 
Þorleifur hafði víðfeðm áhugamál og skrifaði greinar um ýmis efni í dönsk, ensk og þýsk blöð. Hann var virkur í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga í Kaupmannahöfn og náinn vinur og samherji Jóns Sigurðssonar.

Þorleifur Repp höfundur

Ljóð
Ísland ≈ 1820–1850