Stefán Ólafsson í Vallanesi | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Stefán Ólafsson í Vallanesi 1619–1688

TVÆR LAUSAVÍSUR
Stefán var sonur séra Ólafs Einarssonar skálds í Kirkjubæ og konu hans, Kristínar Stefánsdóttur frá Odda. Eftir nám í Skálholti nam Stefán við Hafnarháskóla og vann um tíma við þýðingar fyrir Ole Worm. Stefán var prestur í Vallanesi frá 1649 til æviloka og prófastur í Múlaþingi á sínum efri dögum. Hann var talinn eitt höfuðskálda 17. aldar. Veraldlegur skáldskapur Stefáns er talsverður að vöxtum. Hann orti talsvert af lausavísum og var með fyrstu skáldum til að yrkja eiginlegar hestavísur. (Heimild: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár IV, 328–329).

Stefán Ólafsson í Vallanesi höfundur

Lausavísur
Stóð af steindu smíði
Vandfarið er með vænan grip