SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Staðtölur3139 ljóð 2171 lausavísur 720 höfundar 1101 bragarhættir 674 heimildir BragiStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Ritstjóri: Kristján Eiríksson Nýjustu skráningarnarVísa af handahófi
Veltast í honum veðrin stinn,
Höfundur ókunnurveiga mælti skorðan, kominn er þefur í koppinn minn, kemur hann senn á norðan. Bragarháttur af handahófi
Dæmi: Fyrsta iðranarkvæði
Sjálfur Guð, Drottinn sannleikans sagt hefur málshátt þann, að af nægð hjartans munnur manns mælir hvað hugsa kann. Svoddan kemur mér sjálfum við, sorgum vafinn eg þanninn bið: Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 2. Gengur hverjum til gjörnings síns gagnsemi nokkur þrátt, svo verð eg stundir stirðleiks míns stytta á þennan hátt: Vísur að leggja lag mitt við löng þó verði mín heilsubið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 3. Segja menn skáld þau sjaldan góð í sönnuðum orðskvið hér sem afgömul semja óð. Svo fer og líka mér. Vorkunnlátt mun lýða lið lasta ei veikan hróðrarsmið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 4. Áður en byrja eg áform mitt, eggjar mig þörfin bráð að fala mér, Drottinn, fullting þitt, frelsið og trúlig ráð. Þigg eg nú af þér leyfi og lið, lítilmagna þinn jafnan styð. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 5. Ending heims og efsti dómur áminna jafnan mig, Himins og jarðar herra frómur, í hjarta að geyma þig. Þar með sátt og sannan frið sjálfan þig að binda við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 6. Hagurinn mannsins hættur og aumur hörmung líður á sér, skammvinnur sem skuggadraumur, skynja eg slíkt á mér. Eftir lausn vorri eigum vér bið, öndin er mædd og girnist frið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 7. Margt hvað sem nú á dagana drífur dapran gjörir m[ig þrátt]* Hugsun þung í sinni mér svífur, sjaldan leik eg mér dátt. [Svo að mín]* öndin fá megi frið, fullting þitt eg held mér við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 8. Áhyggja tveföld mæðir mig, menn þó ei fái séð, úrræðin líka auvirðilig og ómennskan þvingar með. Hvar finn eg þann mér leggi lið? Líknsemi þína eg, Drottinn, bið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 9. Blíð þó mér veröld brosi á mót, blekking þar undir er. Kaldan hlátur af krankri rót kúgar hún oft af mér. Lokkar hún mig með sér í sið, síð og árla mér bannar frið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 10. Í æsku var okkar vinátta stór, vafði hún mig að sér. Nú líð eg ýmist klapp eða klór, kitl hennar gallsprengt er. Sýnir hún mörgum svoddan snið, sjá henni af því fæstir við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 11. Svo hefur þessi aum andstyggð í óvanda leitt mig hér, að kann eg varla í kæti og hryggð klækjum að forða mér. Drottinn, aftur ven mig við vísu þína og helgan sið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 12. Ótrúa skyldi enginn mann elska veraldar lyst, um síðir af fótum svíkur hún hann, sálinni býr angist. Forþént hef eg Föðurinn við, þó fleygði hann mér í Vítis kvið. Hugraun minni, Guð hjálpi við. 13. Fúllíf veröldin, farðu með þig, fylgi þér hver eð vill. Þú hefur villt og volkað mig, vesaldar gyðjan ill. Rækt hef eg lagt þig rýrust við, reiknast má eg því Heljarkið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 14. Rétt er eg hyggi að ráðum þeim ræður Jóhannes mér: Ekki skulu þér elska heim og eigi það í honum er! Um fyrirgefning eg Föðurinn bið, frekt hef eg afrækt þennan sið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 15. Sest að mér einninn Satan hart, svikull með brögðin ný, tálagn synda mér tilbýr margt, tælist eg oft á því. Fyrir bannsettum flærðarsmið forði mér Drottins náðargrið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 16. Bölvaður Púkinn blindar hold, brotin því smakka vel. Sinnir ei um hin synduga mold sálin þó deyi í Hel. Gagneyða vill mér glæparið, glataðan sauð eg líkist við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 17. Syndin að lyktum beiskist blíð og brjóstið manns vill þjá, samviskan tekur að stynja stríð, straffið hún þenkir á. Þetta er Púkans þyngsta snið, þar hefur margan standsað við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 18. Ásaka mig á allar síður óvinir mínir þrátt. [Hugur minn]* því af hugraun svíður, hætt þó eg gjöri mér kátt. Hæst guðdómsmaktin sterk mig styð, stend eg ei nema þú veitir lið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 19. Sex og þrjátigi ára aldur öðlast hef eg að fá, geng til þurrðar og gjörist mjög kaldur, girnist því heimi frá. Mál er komið eg vakni við af vondum draum og glæpa sið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 20. Því mun ráð um hættan hag að hugsa og lifnað minn, sálar heimför og síðasta dag sem eg nálægan finn. Um gott andlát eg Guð minn bið, glaða upprisu og himnafrið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 21. Aldri veit nær feig og föl finnst mannskepnan hér. Gildir því hverki um gaman né dvöl, gæti því hver að sér. Döprum vegi um dauðans hlið dugir öngvum að sporna við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 22. Öngvum tjáir að auka lengur illsku né skemmdarþor, Allrar veraldar götu gengur glöggva um síðir hvör*. Sækjum allir um sama mið, hvað sótt og dauða líður við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 23. Jesús Kristus, hin sanna sól, sendur af Föðurnum er, nauðstöddum einn náðarstól nefnir hann skriftin hér. Veit eg gjörla hans vanda og sið veikum sálum að bjarga við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 24. Vér skulum með trú og skærri bæn skreiðast Hans fótum að, þá mun oss huggun veitast væn, vottar hann sjálfur það. Ævinliga oss verður hann við, verum því fljótir að biðja um frið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 25. Komi þér allir menn til mín sem mæðist og syndir þjá. Þýða hressing af þungri pín þér skuluð gjarnan fá. Blíðyrði slík, þau boða mér frið, banvæn sálin þau huggast við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 26. Dyrum lauk hann upp dýrðar ranns, Djöful og heiminn vann. Svolginn er dauði í sigran hans, syndugum náðir fann. Kvittir úr Vítis kvaldra klið keypti hann oss í dýrð og frið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 27. Hann skilur að veik er skepnan hans, skjótt henni st[e]ndur* hjá, því að hann sjálfan misgjörð manns* mæddi krossi á. Fyrir hans hjartans blóð eg bið, blessuð sár og helga hlið: Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 28. Glöggt hann veit nær margföld mein mæða oss auma hér því hann gegnum brjósk og bein böl vors hjarta sér. Raun er að því nær reigjunst vér við ráðum Drottins og líknarsið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 29. Heilbrigðum græðslu hefur ei þú, Herra minn, þarfir séð, heldur þeim sem lama og lú lasta sér finna með. Eg er því einn í aumra lið andarsjúkur og girnist frið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 30. Lifandi Guð, þitt líknar nafn lofist af öllum hér. Ei er þér nokkur að neinu jafn, nauðsyn þú aumra sér. Hreinan lærdóm halt mér við, helgan lifnað og góðan sið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 31. Veröld, himinn og verk þín snjöll vitna þinn almátt hér. Sköpuð náttúran skynjar öll að skuli hún lúta þér. Skal eg svo kvæðið skiljast við. Skaparinn gefi oss eilífan frið. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. 32. Hér vil eg lyktuð ljóð um sinn láta af höndum mér. Vilji þau nokkur náungi minn nýta að gamni sér sé þeim glatt með góðum frið, guðligan lifnað haldist við. Hugraun minni, Guð, hjálpi við. Ólafur Jónsson á Söndum |