Sumarmorgunn á Heimaey | Kvæðasafn Vestmannaeyja
Kvæðasafn Vestmannaeyja

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (2)
Heilræði  (1)

Sumarmorgunn á Heimaey

Fyrsta ljóðlína:Yndislega eyjan mín
bls.228
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
Úðaslæðan óðum dvín,
eins og spegill hafið skín,
yfir blessuð björgin þín
breiðir sólin geislakögur
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
2.
Sólu roðið sumarský
svífur yfir Helgafelli.
Fuglar byggja hreiður hlý.
Himindöggin fersk og ný
glitrar blíðum geislum í,
glaðleg anga blóm á velli.
Sólu roðið sumarský
svífur yfir Helgafelli.
3.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!
Líti ég til lands mér skín
ljómafögur jöklasýn,
sveipar glóbjart geislalín
grund og dranga, sker og ögur.
Yndislega eyjan mín,
ó, hve þú ert morgunfögur!