Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Færir vorið fyrir dýra skara

Flokkur:Veðurvísur

Skýringar

Í útgáfunni er vísan tekin eftir elsta handriti hennar, ÍB 634 8vo, bls. 258. Handritið hefur einnig verið kölluð Þórkatla hin minni og er skrifuð af Þorkeli Jónssyni, lögréttumanni á Hrauni í Grindavík, á árunum 1743–1747. Þar er vísan eignuð Hallgrími Péturssyni með skammstöfun í fyrirsögn. — Önnur handrit sem varðveita vísu þessa eru: Lbs 176 8vo, á miða milli bls. 42 og 43, og ÍB 208 4to, bls. 81.
Færir vorið fyrir dýra skara
fagurt lag en hagur dagur plagar.
Sumartíminn sóma fremur heima
sveit þó þreyti veiti neyt má heita.
Haust að flestum hvasst með gusti þrýstir,
hjarðir skarða arð því jarðir varða.
Vetur lætur vatn[a] spýting þrjóta,
vandrar klandur grand um strandir landa.