Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Séð hef ég Apal fáka fremst

Flokkur:Hestavísur


Tildrög

Apall hét einn reiðhestur Páls á Hjálmsstöðum og segir Páll svo frá honum: "Apall var traustur hestur, steingrár með dökkt í tagli og faxi og svarta hófa. Hann var þrekmikill skaphestur. Oft varð Apall fyrir valinu þegar ég þurfti góðan reiðskjóta og hvort sem ég fór hægt eða hratt yfir. Í fjallaferðum, réttaferðum, lestaferðum og síðast en ekki síst í rjúpnaferðum til Reykjavíkur dugði Apall alltaf best. Hann brást aldrei, hvernig svo sem annað veltist í ferðum mínum. Ef eitthvað gekk erfiðlega, var eins og Apall reiddist. Sýndi hann þá oft knáleg tilþrif. Eitt sinn við slíkt tækifæri kvað ég um hann."
Séð hef ég Apal fáka fremst
frísa, gapa, iða.
Ef að skapið í hann kemst
er sem hrapi skriða.